Jæja eins og þið sjáið þá er ég ekki mjög aktívur að uppfæra síðuna mína en svona er þetta bara. Kallinn sendi slatta af jólakortum til helstu ættingja og vina og þykir mér leitt ef ég hef gleymt einhverjum...vona að þetta verði ekki erft við mig. Ég og konan ákváðum að hafa mynd af prinsinum okkar á kortunum og er sú mynd komin hingað á síðuna mína fyrir alla þá sem ekki fá kort frá okkur. Ég vona að þið eigið gleðileg jól og farsælt komandi ár og allan þann pakka.
Ég vil svona fyrst maður er byrjaður að blogga hérna segja frá því að Chicago Bulls, þetta mikla stórveldi, hefur unnið 5 leiki í röð og framtíðin er björt...ég segi nú ekki annað.
Svo er það Bubbi í kvöld..
Hérna er svo prinsinn í öllu sínu veldi.....gössovel
Monday, October 04, 2004
Gríðarstór plön framundan Jæja allt að gerast....nú er það nýjasta að vinahópurinn....a.k.a kallaklúbburinn ásamt mökum er við það búið að ákveða að reyna eftir fremsta megni að komast í utanlandsferð næsta sumar. Bandaríkin hefur orðið fyrir valinu sem yrði þá í fyrsta sinn sem ég kem þangað. Úff....þetta verður meira pússluspilið að koma peningamálum heim og saman.....kallinn nýbúinn að kaupa íbúð og bíl.....hvað er ein utanlandsferð í viðbót???
Tuesday, September 21, 2004
30 ára brúðkaupsafmæli
Vildi bara láta fólk vita að foreldrar mínir, þeir miklu snillingar eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag. Glæsilegur árangur þar sem nýting hónabanda hér á landi er ekki ýkja góður. En hvað kallast 30 ára brúðkaupsafmæli?? Ekki alveg með það á hreinu.
Svo í gær var ég í 25 ára afmæli hjá góðum vini mínum, honum Daníeli Traustasyni. Svo sem ekkert markvert sem gerðist þar nema þá að Atli var næstum því búinn að rota son minn. Já það var nokkuð magnað....og Atli heppinn að vera á lífi í dag....hehe.
Wednesday, August 25, 2004
Íbúðinni landað
Jæja þá er kallinn kominn með lyklana að fyrstu íbúðinni....og já kallinn keypti í Njarðvík.....what´s up with that eins og einhverjir segja ábyggilega núna. Allavega þá fékk ég lyklana í gær þó að ég sé ekkert búinn að skrifa undir neitt...já þetta er chillað umhverfi í sveitinni...Allavega þá ætla ég að taka slatta af myndum af kvikindinu og vera með svona before and after myndir....hafa svona smá Völu Matt...Er það ekki málið
Thursday, August 19, 2004
Kallaklúbburinn CLINT
Já ég var að kíkja á myndir svona eins og gengur og gerist og rakst þá á þessa hérna fyrir neðan...skemmtileg mynd af kallaklúbbnum Clint. Annars er frekar langt síðan kallakvöld var haldið síðast...það þarf að bæta úr því....
Thursday, August 12, 2004
5 Celeb í matartímanum Sáum fimm kvikindi í hádegishléinu
1)Vala Matt, Innlit Útlit beygla
2)Sigmar Hauksson, Var eitt sinn sjónvarpskokkur
3-5) Þrjá meðlimi hljómsveitarinnar Mínus...veit ekkert hvað þeir heita nema jú Frosta
Svo var svolítið fyndið að þegar við sáum bassaleikarann í Mínus þá sagði ég við Hauk að hann hefði reynt við konuna mína og mig langaði aðeins til að tuska hann til en þá sagði Haukur við mig að ég hefði nú ekki mikið í hann þar sem hann hefði nú tekið Friðrik Weishappel(hvernig sem það er nú skrifað)og buffað hann. What...og hvað...er ég jafn aumingjalegur og Frikki Weiss?? Ég bara spyr...já maður var svolítið móðgaður þarna en hann Haukur vildi ábyggilega vel...trúi ekki öðru. Samt soldið leiðinlegt
Wednesday, August 11, 2004
Enn fleiri Celeb...hvar endar þetta? 7)Illugi Jökulssons, Fréttstjóri DV
8)Fjölnir Tattoo 9)Svali, Útvarpsmaður
10)Dj. Sóley 11) Svala Björgvinsdóttir 12) Þórhallur, sá sem lék í Íslenska Draumnum
Celeb vaktin Ég verð bara að segja frá celeb vaktinni í dag (sérstaklega suðurnesjamönnum sem komast ekki oft í tæri við fræga fólkið)...þvílíkt og annað eins hefur varla sést.
1) Bubbi Mortens 2) Raggi í Botnleðju
3) Broddi Kristjáns, Badmintonkappi
4) Logi Bergmann fréttamaður
5) Svanhildur Hólm kærasta Loga og fréttakona
6) Björn, Sambíógúrú
Gott uppeldi??
Já maður er svona að heyra það einhvers staðar frá að uppeldi barna sé varasamt og krefjist mikillar vinnu og tíma sem er allt gott og blessað. Einnig hefur maður heyrt að maður eigi ekki að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir barnsins t.d með hvaða liði barnið haldi með segjum bara í enska boltanum. Ég er nú á öðru máli... ég reyni allt til að sonur minn rati í rétta átt og haldi með mínu liði Liverpool. Það væri ekkert gaman ef hann héldi með Man Utd. ég meina að horfa á leik með honum væri ekki eins mikill fílíngur...frekar að faðir og sonur fagni og gráti saman yfir úrslitunum og tengist þannig sterkum böndum. Segjum að hann myndi halda með Man Utd. og þeir væru að spila við Liverpool og myndu vinna þá myndi ég ekkert vera sáttur en hann svona eins og allir Utd. menn myndu ekki láta mann í friði....það myndi ekki gera gott fyrir feðgasambandið skiljiði. Maður er svona aðeins byrjaður að reyna að hafa áhrif og nú á hann tvo Liverpool búninga sem ég er afar sáttur við. Þannig að ef þið eruð að spá í að gefa honum bol eða búning með Utd. eða eitthvað álíka þá vinsamlega hættið við...færi sennilega bara í áramótabrennuna...hehe. Hér er svo ein góð mynd af feðgunum á góðri stundu.